Biskupskosning er framundan 11. – 16. apríl næstkomandi. Ég hef valið mér eftirfarandi einkunnarorð á þeirri vegferð: Verum uppbyggileg, verum örugg, verum óhrædd.
- VERUM UPPBYGGILEG kirkja sem miðlar elsku Guðs til allra og sýnir kærleikann í verki.
- VERUM ÖRUGG kirkja sem byggir á traustum grunni orðsins, játninganna og kærleika Jesú Krists.
- VERUM ÓHRÆDD kirkja sem felur Guði alla hluti, þiggur það hugrekki sem bænin veitir og tekst þannig á við allar hindranir og áskoranir.